14. apríl 2019 - 13:00 til 15:00

Kira Kira: Hugleiðsluupplifun

Barnamenningarhátíð: Hugleiðsluupplifun
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Látum okkur sjá: Kira Kira - Prisma ljóð

Tónskáldið Kira Kira leiðir ljósríka og róandi hugleiðsluupplifun innan um kraftana í verkum Ásmundar Sveinssonar í sýningunni Undir sama himni fyrir börn og fjölskyldur, með tónum, samtali og spunamöntrum.
Gestir fá tækifæri til að skynja skúlptúrsýningu Ásmundar á nýjan og notalegan hátt – í fjölbreyttri upplifun krafta myndlistar, tónlistar og samveru. Töfrandi samverustund fyrir alla fjölskylduna.

Umsjón: Kira Kira – Kristín Björk Kristjánsdóttir tónskáld.

Ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum 9. – 14. apríl.