14. júní 2023 - 12:15

Kammertónleikar Youth Chamber Orchestra

Meðlimir Youth Chamber Orchestra
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Kammertónleikar YCO, Youth Chamber Orchestra, Fíladelfíu í Bandaríkjunum verða haldnir í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi miðvikudaginn 14. júní kl. 12:15.

Á efnisskránni eru þættir úr strengjakvartettum og píanótríóum eftir Beethoven, Brahms, Grieg, Mendelsohn og Schubert. YCO er skipuð 20 úrvals nemendum á aldrinum 13-18 ára, úr tónlistarprógramminu  Music Prep‘s Center for Gifted Young Musicians sem stofnað var 1986. Í prógramminu eru starfandi  þrjár strengjasveitir og minni kammerhópar sem njóta leiðsagnar meðlima í  The Philadelphia Orchestra og leiðandi tónlistarmanna í Fíladelfíu. Margir fyrrverandi nemendur í Music Prep starfa við tónlist í dag m.a. í The Philadelphia Orchestra. Aaron Picht hefur verið stjórnandi sveitarinnar frá 2013.

Tónleikar YCO eru í samstarfi við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!

Verð viðburðar kr: 
0