1. júlí 2021 - 15:00

Kaka ársins: 1876

Kaka ársins: 1876
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Listamaðurinn Clare Aimée, sem útskrifaðist nýlega úr LHÍ, stendur fyrir verkefni sem fjallar um þróun vínartertu uppskriftarinnar. Hún býður gestum að koma í tímaferðalag í gegnum kökusmökkun í Listasafni Reykjavíkur 1. júlí, sem byrjar kl. 15.00 og stendur yfir þangað til kökurnar klárast.

Menning er síbreytileg, ákveðnir hlutir gleymast eða þróast á sinn einstaka hátt með viðkomu í nýjum löndum. Vínartertan er fullkomið dæmi um það, þar sem hún er uppskrift sem Íslendingar tóku með sér í fararnesti þegar um þriðjungur landsmanna fluttust yfir til Kanada seinni hluta 19. aldar. Uppruni kökunar er hægt að rekja til Austurríkis, þar sem hún ferðaðist síðan til Danmerkur og svo hingað til Íslands. Vegna hráefnanna, sem voru mörg mjög dýr í innflutningi, varð kakan að stöðutákni; aðeins aðalsfólk landsins höfðu efni á að njóta hennar og þá aðeins við sérstök tilefni. 

Í dag í Gimli, Manitoba, ásamt því að hafa breytt úr sér í gegnum samfélag annarar og þriðju kynslóð afkomenda Íslendinga í Kanada, er kakan sterk táknmynd menningarlegs stolts. Á meðan á Íslandi virðast vera fáir sem muna eftir þessari köku og kannast þá aðeins við svipaða og einfaldaða útgáfu af henni. Í Kanada varð Vínarköku uppskriftin varðveitt og varð að dýrmætum hluta af þeirra þjóðareinkenni, á Íslandi þróaðist hún og hvarf í gegnum tíðina.

Listamaðurinn hefur boðið sjö íslenskum bökurum að baka útgáfu af uppskriftinni með sér, þar sem þeir fylgja mismunandi uppskriftun kökunar í gegnum tíðina, sem byrjar á árinu 1795.

Um listamanninn:

Clare Aimée (f.1992) er kanadísk konsept listakona sem búsett er á Íslandi. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020, ásamt skiptinámi í Academy of Fine Arts í Prague, Tékklandi. Í hennar verkum notast hún oft við upplifanir – þar sem markmiðið er að setja fram hið kunnuglega í ljóðrænt samhengi. Verkin hennar hafa verið sýnd í Chile, Tékklandi, Portúgal, Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Kanada.