8. desember 2018 - 13:00 til 15:30

Jólin tala tungum: Filippseyskt jólaföndur og leiðsögn

Jólin tala tungum: Filippeyskt jólaföndur og leiðsögn
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hvernig eru filippseyskar jólahefðir? Jólasmiðja fyrir fjölskyldur með filippseysku jólaföndri.

Kl. 13.00
Fjölskylduleiðsögn á filippseysku og íslensku um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: …lífgjafi stórra vona

Kl. 13.30-15.00
Jólasmiðja

Smiðjan fer fram bæði á íslensku og filippseysku og er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Leiðbeinandi er Kriselle Lou Suson Jónsdóttir.

Eftir smiðjuna mun Múltíkúltíkórinn – Fjölþjóðlegur sönghópur kvenna syngja jólalög á nokkrum tungumálum, þar á meðal filippseysku og íslensku. Börn og fullorðnir eru hvattir til að taka þátt í söngnum.

Smiðjan er hluti af verkefninu Listin talar tungum og er haldin í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi. 

Þessi viðburður er ókeypis og verður skreytiefni, skæri og lím á staðnum

Takmarkaður fjöldi kemst að og því þarf að skrá sig hér.

Listin talar tungum er hluti af hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”

Verð viðburðar kr: 
0