9. desember 2017 - 14:00 til 16:00

Jólin tala tungum: Filippseyskt jólaföndur og leiðsögn

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hvernig eru filippseyskar jólahefðir? 
Jólasmiðja fyrir fjölskyldur með filippseysku jólaföndri. 
Kl. 13 verður fjölskylduleiðsögn á filippseysku um Kjarval og kl. 14 hefst svo jólasmiðjan sjálf sem stendur til kl. 16. Frítt er á leiðsögnina en þátttökugjaldið í smiðjuna eru 1000 kr. á barn sem greiðist við komu og er fyrir efniskostnaði. 

Smiðjan fer fram bæði á íslensku og filippseysku og er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Leiðbeinandi er Jesalyn Italia.

Þetta er þriðja og síðasta fjölskyldusmiðjan í aðdraganda jóla þar sem lögð er áhersla á að kynnast jólaföndri frá mismunandi löndum. Smiðjan er haldin í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi. 

Takmarkaður fjöldi kemst að og því þarf að skrá sig hér.

Verð viðburðar kr: 
1 000