25. maí 2019 - 16:00

Jóhannes S. Kjarval: Get ekki teiknað bláklukku og Sölvi Helgason: Blómsturheimar

Sýningaopnun: Jóhannes S. Kjarval: Get ekki teiknað bláklukku og Sölvi Helgason: Blómsturheimar
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Opnun sýninganna Jóhannes S. Kjarval: Get ekki teiknað bláklukku og Sölvi Helgason: Blómsturheimar.

Listamaðurinn Eggert Pétursson (f. 1956) hefur sett saman sýningu á blómaverkum Jóhannesar S. Kjarvals. Þegar hann tók verkefnið að sér fyrir Listasafn Reykjavíkur ákvað Eggert að rannsaka blómaþáttinn í verkum Kjarvals og taka verkefnið listrænum tökum. Eggert ákvað að flokka verkin eftir efnisþáttum og myndrænum skyldleika og sýna þau eins og um sín eigin verk væri að ræða. Val hans á verkum er fremur hugsað til að mynda heillega sýningu en að sýna sögulegt yfirlit blómaverka Kjarvals. 

Sölvi Helgason (1820-1895), eða Sólon Íslandus eins og hann kallaði sig líka, er tvímælalaust einn af áhugaverðustu alþýðulistamönnum sem þjóðin hefur alið, heillandi utangarðsmaður í lífshlaupi sínu og listsköpun. Flakkari, fræðimaður og listamaður, en líka kenjóttur sérvitringur sem fór á svig við mannanna lög og reglur og var hegnt fyrir með fangelsisvist.