3. október 2020 - 20:00

Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland

Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Myndlistartvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson fékk til liðs við sig hóp ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólks, samtaka, aðgerðarsinna og almennra borgara til þess að skapa í samstarfi fjölradda tónlistar- og myndlistargjörning við allar 114 greinar nýju íslensku stjórnarskrártillögunnar frá 2011. Ókeypis aðgangur.

Ráðist var í ritun nýrrar stjórnarskrár að kröfu almennings í kjölfar hins pólitíska og efnahagslega hruns árið 2008 og var lykilmarkmiðið að stuðla að lýðræðislegra og réttlátara samfélagi. Verkefnið vakti heimsathygli fyrir framsýna og lýðræðislega nálgun. 20. október 2012 kaus þjóðin með nýju stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur þó enn ekki verið lögfest af Alþingi.

Nú átta árum síðar vilja Libia & Ólafur og Töfrateymið virkja umboð og töfra listarinnar til að takast á við það stóra og mikilvæga mál sem krafan um nýju stjórnarskrána er – ekki síður í dag en þá. 

Með því að leiða saman fjölbreyttan hóp listamanna og borgara vinnur hópurinn í anda fjöldahreyfinga almennings sem hrintu af stað búsáhaldabyltingunni og kölluðu eftir opnara, virkara lýðræði þar sem sem rödd allra heyrist og nær máli.

Framleiðendur
Libia Castro og Ólafur Ólafsson og Listahátíðin Cycle.

Tónskáld, flytjendur og aðrir samstarfsaðilar Töfrateymisins
Libia Castro & Ólafur Ólafsson
Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Stellan Velocce
Aqqalu Bertelssen aka Uyarakq
Karólína Eiríksdóttir
Danielle Dahl
Áki Ásgeirsson
Tyler Friedman
Viktor Orri Árnason
Bjöllukór Tónstofu Valgerðar
Lay Low
Hörður Torfa
Meðlimir úr Kvæðamannafélaginu Iðunni
Caput tónlistarhópurinn
Kammerkórinn Hymnodia
Kammerkórinn Staka
Töfrakórinn
Hallveig Rúnarsdóttir (sópran), Jón Svavar Jósefsson (bassi), Tinna Þorsteinsdóttir (pianó)
Erla Bolladóttir
Ylfa Þöll Ólafsdóttir
Gróa
Countess Malaise
Stjórnarskrárfélagið
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá og almenningur

Verkefna- & sýningarstjórar
Guðný Guðmundsdóttir og Sunna Ástþórsdóttir

Styrktaraðilar verkefnis
Nordic Culture Point
Nordisk Kulturfond
Mondriaan Fonds
Tónlistarsjóður
Utanríkisráðuneytið
Kópavogsbær
Akureyrarstofa

Gjörningurinn er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Verð viðburðar kr: 
0