4. júní 2023 - 11:00

Hvar leynist þú?

Leikum að list
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Skemmtilegur listaverkaratleikur með safnkennara þar sem fjölskyldur finna listaverk í sýningarsölum Kviksjár  út frá myndum af örlitlum hluta úr hverju verki.

Dagskráin er miðuð að því að börnin komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða. 

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Skráning í mót­töku við komu.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.