28. mars 2019 - 10:00
29. mars 2019 - 10:00
30. mars 2019 - 10:00
31. mars 2019 - 10:00

HönnunarMars: Vítahringur

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hringur hefur hvorki upphaf né endi.

Á sýningunni sem verður í austurforsal Kjarvalsstaða í tilefni af HönnunarMars leika vöruhönnuðurinn Hanna Dís Whitehead og eistneski keramíkhönnuðurinn Raili Keiv sér með hringformið.

Hanna Dís rannsakar möguleikana innan formsins með því er skipta því upp í hluta, skera, klippa og vinna svo í mismunandi efni. Úr verða óræðar áhugaverðar vörur sem eiga sér allir sama upprunann.

Raili Keiv sýnir mismunandi tilraunir auk þess sem hún vinnur með eiginleika tveggja efna - mjúka hlýja viðinn og kalt postulín. Efnin fara í samtal í leit að einhverju sameiginlegu. Með hjálp listamannsins taka þau upp eiginleika hvors annars postulínið breytist í við og viður í postulín. 

Vítahringur er skýring sem kallar á spurningar. Í þessu tilfelli er vítahringurinn að vissu leyti ánægjulegur. Hönnuðirnir njóta þess að halda áfram að spyrja spurninga staldra ekki lengi við og spyrja sig svo að nýju - það er ekkert lokasvar. Keramíkhönnuðurinn reynir að ná valdi yfir postulíni-sem hefur ríka tilhneigingu til að sveigjast og beygjast við brennslu með því að temja það í fullkominn hring og vöruhönnuðurinn  leitast eftir þvi að finna sér alltaf nýtt vandamál og leysa það. Líkt og ferli þeirra ekkert upphaf né endi. Það er vítahringur.