16. september 2019 - 18:00 til 19:30

Hjólaleiðsögn um borgina - Listin og náttúran í umhverfinu

Ásmundarsafn við Sigtún
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Hjólafærni, Listasafn Reykjavíkur og Landssamtök hjólreiðamanna taka höndum saman og bjóða upp á hjólatúr með leiðsögn. Hjólað er á milli listaverka á mismunandi stöðum í Reykjavík og að þessu sinni verður hjólað um Laugardalinn og Fossvog.

Dagurinn, 16. september, er bæði tileinkaður íslenskri náttúru og upphafsdagur samgönguvikunnar. Því verður náttúru og umferð gerð sérleg skil í ferðinni. Staldrað verður við verk og staði og sagt frá því sem fyrir augu ber. 

Hjólafærni miðar að því að efla hjólreiðamenningu með fræðslu, skemmtun og Landssamtök hjólreiðamanna standa vörðinn í hagsmunabaráttu fyrir hjólreiðafólk. Listasafn Reykjavíkur annast vel á annað hundrað útilistaverk Reykjavíkurborgar auk starfseminnar í Hafnarhúsi, Ámundarsafni og á Kjarvalsstöðum. 

Hjólatúrinn hefst við Ásmundarsafn í Sigtúni og endar við Mathöll Höfða þar sem þátttakendur eru hvattir til að tylla sér inn og fá sér snæðing saman. Athugið að mæta í klæðnaði sem hæfir veðri þann daginn! 

Þátttaka í hjólaleiðsögninni er öllum ókeypis.

Verð viðburðar kr: 
0