21. september 2020 - 18:00

Hjólaleiðsögn: Graffití og götulist í Reykjavík

Hjólaleiðsögn: Graffití og götulist í Reykjavík
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Skráning hér

Hjólafærni, Listasafn Reykjavíkur og Landssamtök hjólreiðamanna taka höndum saman og bjóða upp á hjólatúr með leiðsögn. Hjólað er á milli listaverka á mismunandi stöðum í Reykjavík og að þessu sinni verða húsgaflarnir í forgrunni og graffití og götulist skoðuð.

Leiðsögnin verður í höndum Trausta Kez graffitílistamanns sem mun gefa þáttakendum góða innsýn í götulistasenuna.

Til stóð að leiðsögnin yrði 16. september, á upphafsdegi Samgönguviku, en leiðsögninni var frestað til mánudags, vegna veðurs. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

Hjólafærni miðar að því að efla hjólreiðamenningu með fræðslu, skemmtun og Landssamtök hjólreiðamanna standa vörðinn í hagsmunabaráttu fyrir hjólreiðafólk. Listasafn Reykjavíkur annast vel á annað hundrað útilistaverk Reykjavíkurborgar auk starfseminnar í Hafnarhúsi, Ámundarsafni og á Kjarvalsstöðum. 

Hjólatúrinn hefst við Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Athugið að mæta í klæðnaði sem hæfir veðri þann daginn! 

Þátttaka í hjólaleiðsögninni er öllum ókeypis.

Verð viðburðar kr: 
0