27. október 2019 - 15:00 til 16:00

Helgi Gíslason: Þar sem mörkin liggja

Helgi Gíslason: Þar sem mörkin liggja
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Helgi Gíslason segir frá sýningu sinni Þar sem mörkin liggja í Ásmundarsafni.

Sýning Helga er sú fjórða í röð einkasýninga fimm listamanna sem eru höfundar listaverka í borginni.

Helgi Gíslason á allmörg listaverk í almannarými á höfuðborgarsvæðinu, víða um landið og erlendis. Hér á sýningunni má sjá verk sem kallast á við útilistaverk hans frá ýmsum tímabilum. Helgi hefur á löngum ferli unnið verk sín í margskonar efni, dregið fram eiginleika hvers um sig og fengið til að lúta vilja sínum. Málmur, tré, gler, gifs og textíll leika í höndum hans. Verkin eru formföst en túlkun þeirra fljótandi, lifandi og opin. Þar er tíminn meitill sem breytir túlkun verkanna og hver kynslóð gengur að þeim sem óskrifuðu blaði. 

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.