24. ágúst 2019 - 15:00 til 17:00

Heimsálfarnir syngja saman á Menningarnótt

Heimsálfarnir syngja saman á Menningarnótt
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Safnað verður saman í alþjóðlegan barnakór á Menningarnótt í Hafnarhúsinu. Þar skapast börnum skemmtilegur vettvangur til að kynnast öðrum tungumálum, tónlist og menningarháttum í gegnum söng, ásamt því að taka virkan þátt í að kynna sitt tungumál og tónlist. Í lok viðburðar verða búin til hljóðfæri.

Hugmyndin er að öll börn sem mæta á viðburðinn fái að taka þátt og syngja á ýmsum tungumálum. Ekki er um formlegan kór að ræða heldur opna söngvastund. 
Barnakórinn myndi syngja lög á öllu þeim tungumálum sem börnin sem mæta og taka þátt, tala. Kórinn myndi endurspegla það ríkulega fjölmenningarsamfélag sem er á Íslandi. 

Hér eru nokkrir punktar um dagskipulag viðburðarins:
1. Barnakórinn myndi syngja lög á öllu þeim tungumálum sem börnin í kórnum tala.
2. Hvert barn myndi koma með lag frá sinni þjóð sem kórstjórinn kennir kórnum.
3. Börnin fá að kynnast kórstarfi almennt.
4. Börnin hvött til að koma með og kynna hljóðfæri frá heimalandi sínu fyrir kórnum á viðburðinum.
5. Í lok dags verður barnasmiðja.

Verð viðburðar kr: 
0