Haustfrí: Örnámskeið fyrir 6-10 ára

Í tilefni af haustfríi í grunnskólum Reykjavíkur býður Listasafn Reykjavíkur upp á örnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára á Kjarvalsstöðum.
Gestir smiðjunnar loka augunum og hugsa um sinn uppáhaldsstað sem þeir geyma í minni sínu eða ímyndunarafli. Úr þessu ferðalagi myndast verk sem unnin verða úr spottum, garni, textíl, pappír, tússlitum ofl. Á námskeiðinu verður unnið með ýmis viðfangsefni sýningar Önnu Líndal Leiðangur t.d landakort, hæðalínur, mælingar, jökla, vatn og eldgos. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðný Rúnarsdóttir myndlistamaður.
Námskeiðið hefst kl. 13.00 og stendur í tvær klukkustundir. Fullorðnir fá frítt inn á Listasafn Reykjavíkur í fylgd með börnum í vetrarfríinu.
Áhugasamir mæti tímanlega, takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Forráðamenn fá frítt inn á safnið í fylgd með börnum í tilefni af haustfríinu.