22. október 2020 - 8:00 til 23:00
23. október 2020 - 8:00 til 23:00
24. október 2020 - 8:00 til 23:00
25. október 2020 - 8:00 til 23:00
26. október 2020 - 8:00 til 23:00

Haustfrí grunnskólanna

Haustfrí grunnskólanna
Staður viðburðar: 
Almannarými í Reykjavík

Listasafn Reykjavíkur býður upp á dagskrá utanhúss þetta haustfrí, þar sem fjölskyldur geta notið listar og leikja saman úti undir beru lofti, á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.  

Í appinu Útilistaverk í Reykjavík / Reykjavik Art Walk má finna margt til gamans:

Ævintýri í Ásmundargarði – fjölskylduleiðsögn
Klambratún – hljóðleiðsögn
Hjólatúr um listaverkin í Breiðholti – hljóðleiðsögn
Perlufestin, höggmyndagarður kvenna í Hljómskálagarði – stutt hljóðleiðsögn
Laugardalur – lengri leiðsögn fyrir eldri krakka og fullorðna
Strandlengjan í miðbænum, listaverkin frá Hörpu til Höfða – göngu- eða hjólatúr fyrir eldri krakka og fullorðna

Hér getur þú hlaðið niður Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavik Art Walk) appinu úr App Store.

Hér getur þú hlaðið niður Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavik Art Walk) appinu úr Goggle Play.

Munið að hlaða niður hverri leiðsögn fyrir sig í byrjun göngu. Hverri göngu fylgir sérstakt kort. Þegar gengið er að réttum punktum leiðsagnar byrjar rödd að segja frá því listaverki sem er tengt því svæði. Í appinu er líka skemmtilegur leikur í þremur þyngdarstigum sem má leika og læra af heima í sófa, auk þess sem appið inniheldur kort og upplýsingar um öll útilistaverk í Reykjavík. Hvaða listaverk eru næst þínu heimili?

Ratleikur um Breiðholt – til útprentunar. Hér er að finna skemmtilegan ratleik um Breiðholtið sem auðvelt er að hlaða niður í spjaldtölvur eða prenta út og skemmta sér við. Þar eru bæði upplýsingar um listaverkin, áhugaverðar kveikjur að vangaveltum og  gott kort. Hér finnur þú pdf-skjal með ratleiknum um Breiðholt.