22. febrúar 2019 - 12:15 til 13:00

Hádegistónar: Íslensk rómantík með þjóðlegu ívafi

Hádegistónar: Íslensk rómantík með þjóðlegu ívafi
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hádegistónar eru tónleikaröð í samvinnu við Kjarvalsstaði undir listrænni stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur.

Flytjendur Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari.

Á efnisskránni verða stutt verk eftir mörg af ástsælustu tónskáldum þjóðarinnar. Má þar nefna, Árna Björnsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal Jórunni Viðar, Atla Heimi Sveinsson, Hallgrím Helgason, Magnús Blöndal Jóhannsson og Þórarin Guðmundsson. Tónverkin eru fjölbreytt og koma víða við; rómönsur, stuttverk um systurnar í Garðshorni, þær Ásu Signýju og Helgu, ævitýrið um litlu Gunnu og litla Jón og Dimmalimm. Auk þess má nefna eftirfarandi lög: “Snert hörpu mína”, “Maístjarnan”, “Vökuró”, “Þú ert” og “Sveitin milli sanda”.

Verð viðburðar kr: 
0