26. ágúst 2021 - 12:00
2. september 2021 - 12:00
9. september 2021 - 12:00
16. september 2021 - 12:00
23. september 2021 - 12:00
30. september 2021 - 12:00
7. október 2021 - 12:00
14. október 2021 - 12:00

Hádegisleiðsögn á ensku: Iðavöllur

Iðavöllur, Anna Rún Tryggvadóttir, 2021.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Vikulegar hádegisleiðsagnir á ensku á fimmtudögum kl. 12-12.30 frá 1. júlí til 14. október 2021 um sýninguna Iðavöllur í Hafnarhúsi.

Í sýningunni koma saman fjórtán öflugir listamenn sem hafa umbreytt Hafnarhúsinu með verkum sínum og þeirri grósku sem einkennir íslenska myndlistarsenu. Listamenn sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar. Nokkuð er liðið síðan staðan var tekin á þeim hræringum sem eru í deiglunni meðal þeirra listamanna sem eru í mestum vexti og blóma á sínum ferli og endurspegla viðfangsefni og nálgun samtímans.

Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.