20. maí 2022 - 12:30
Hádegisleiðsögn á afmælisdegi Ásmundar Sveinssonar

Staður viðburðar:
Ásmundarsafn
Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Rósa Gísladóttir og Ásmundur Sveinsson: Loftskurður á afmælisdegi Ásmundar, föstudaginn 20. maí kl. 12.30.
Ásmundur Sveinsson (1893–1982) fæddist að Kolsstöðum í Dölum 20. maí árið 1893. Hann var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og einn þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýjar hugmyndir í myndlist 20. aldar. Listasafn Reykjavíkur varðveitir listaverk Ásmundar.
Frítt er inn Ásmundarsafn allan daginn frá kl. 10-17.00. Verið öll hjartanlega velkomin!
Verð viðburðar kr:
0