19. maí 2021 - 12:00 til 13:00

Hádegi með hönnuði: Tinna Gunnarsdóttir

Tinna Gunnarsdóttir: Kúla
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður segir frá fjölnota bakka sem fengið hefur nafnið Kúla. Tinna segir frá ferlinu - frá hugmynd til framleiðslu.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Kúla er fjölnota bakki sem vísar til kúluhúss Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Gamlar ljósmyndir, módel og teikningar af kúluhúsinu veittu innblástur og undirstrika einfaldleika - hálfkúla hvílir ofaná ferningi. Frá sjónarhorni fuglsins verður hálfkúlan að hring og ferningurinn hefur óræða þykkt.

Viðburðurinn er hluti af sýningu Listasafns Reykjavíkur á HönnunarMars - Hönnun í anda Ásmundar - þar sem sýnd er hönnun fimm vöruhönnuða fyrir safnverslun Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Myndheimur Ásmundar hefur verið uppspretta hugmynda að nýjum nytjavörum sem gera minningu listamannsins, hlutdeild hans í íslenskum menningararfi og handverksarfleifð hátt undir höfði.

Aðrir hönnuðir sem taka þátt í verkefninu eru Björn Steinar Blumenstein, Brynhildur Pálsdóttir, Friðrik Steinn Friðriksson og Hanna Dís Whitehead.

Verð viðburðar kr: 
0