23. maí 2021 - 12:00 til 13:00

Hádegi með hönnuði: Hanna Dís Whitehead

Hanna Dís Whitehead: Sleggja og Strokkur
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Hanna Dís Whitehead, vöruhönnuður, segir frá verkum sínum Strokki og Sleggju, segir frá ferlinu frá hugmynd til framleiðslu. 

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Strokkur er ílát innblásið af verkinu Kona að strokka sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari vann í Reykjavík árið 1934. Strokkur gefur notandanum tækifæri til að máta sig við verkið og setja sig í stellingar styttunnar sem af mikilli ró og yfirvegun strokkar smjör. Verkið var óður til kvenna fyrr og síðar. 

Sleggja er kertastjaki innblásinn af verkinu Járnsmiðurinn sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari vann í Kaupmannahöfn árið 1936. Sleggja gefur notandanum tækifæri á að máta sig við verkið og setja sig í stellingar styttunnar sem fangar augnablikið þar sem járnsmiðurinn hallar sér fram á steðjann.

Viðburðurinn er hluti af sýningu Listasafns Reykjavíkur á HönnunarMars - Hönnun í anda Ásmundar - þar sem sýnd er hönnun fimm vöruhönnuða fyrir safnverslun Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Myndheimur Ásmundar hefur verið uppspretta hugmynda að nýjum nytjavörum sem gera minningu listamannsins, hlutdeild hans í íslenskum menningararfi og handverksarfleifð hátt undir höfði.

Aðrir hönnuðir sem taka þátt í verkefninu eru Björn Steinar Blumenstein, Brynhildur Pálsdóttir, Friðrik Steinn Friðriksson og Tinna Gunnarsdóttir. 

Verð viðburðar kr: 
0