21. maí 2021 - 12:00 til 13:00

Hádegi með hönnuði: Friðrik Steinn Friðriksson

Friðrik Steinn Friðriksson: Hugarró
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Friðrik Steinn Friðriksson, vöruhönnuður, segir frá litlum zen-garði sem fengið hefur nafnið Hugarró. Friðrik segir frá ferlinu, frá hugmynd til framleiðslu.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Hugarró færir fólki Ásmundarsafn heim; kemur listinni til fólksins eins og Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara var svo umhugað um. Húsið er komið í sitt upprunalega form - lítið líkan á hugmyndastigi þar sem möguleikar eru ótakmarkaðir. Zen-garðurinn veitir tækifæri til að finna ró frá áreiti nútímans. 

Viðburðurinn er hluti af sýningu Listasafns Reykjavíkur á HönnunarMars - Hönnun í anda Ásmundar - þar sem sýnd er hönnun fimm vöruhönnuða fyrir safnverslun Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Myndheimur Ásmundar hefur verið uppspretta hugmynda að nýjum nytjavörum sem gera minningu listamannsins, hlutdeild hans í íslenskum menningararfi og handverksarfleifð hátt undir höfði.

Aðrir hönnuðir sem taka þátt í verkefninu eru Björn Steinar Blumenstein, Brynhildur Pálsdóttir, Hanna Dís Whitehead og Tinna Gunnarsdóttir.

 

Verð viðburðar kr: 
0