20. maí 2021 - 12:00 til 13:00

Hádegi með hönnuði: Brynhildur Pálsdóttir

Brynhildur Pálsdóttir: Tær
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður segir frá hitaplattanum Skugga og kertastjökunum Tám sem hún hefur hannað og látið framleiða. 

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Skuggi Tröllkonu Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara frá 1948, er færður í steypujárn. Tröllkonan verður að skugga á borði – platta undir heit ílát. Ásmundur sagði tröll minna sig á fjöll – að fjöllin væru tröll. Samspil manns og náttúru í verkum Ásmundar tekur á sig ótal myndir og er uppspretta endalausra hugmynda og hughrifa. Tærnar vísa í Vatnsberann, verk Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, frá 1936–37, sem sýnir konu rogast berfætta með tvær vatnsfötur. Fæturnir eru sterkbyggðir og endurspegla stöðugleika og jarðtengingu. Þrekvaxnir líkamspartar – hendur, fingur, fætur og tær – einkenna mörg verka Ásmundar og minna á afl verkafólksins. Steyptir fætur sem stíga upp á borð bera kerti til að lýsa upp ljúfar stundir. Fæturnir sækja innblásturinn í verkafólk Ásmundar.

Viðburðurinn er hluti af sýningu Listasafns Reykjavíkur á HönnunarMars - Hönnun í anda Ásmundar - þar sem sýnd er hönnun fimm vöruhönnuða fyrir safnverslun Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Myndheimur Ásmundar hefur verið uppspretta hugmynda að nýjum nytjavörum sem gera minningu listamannsins, hlutdeild hans í íslenskum menningararfi og handverksarfleifð hátt undir höfði.

Aðrir hönnuðir sem taka þátt í verkefninu eru Björn Steinar Blumenstein, Friðrik Steinn Friðriksson, Hanna Dís Whitehead og Tinna Gunnarsdóttir. 

Verð viðburðar kr: 
0