28. maí 2016 - 17:00

Gjörningur: Náttúruréttur eftir Önnu Fríðu Jónsdóttur

Anna Fríða Jónsdóttir
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Myndlistarmaðurinn Anna Fríða Jónsdóttir flytur gjörning ásamt sellóleikaranum Ástu Maríu Kjartansdóttur í fjölnotasal Hafnarhússins á opnunardegi sýningarinnar RÍKI - flóra, fána, fabúla.

Sýningin RÍKI - flóra, fána, fabúla veitir áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum, glænýjum verkum sem og öðrum eldri úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Boðið verður upp á viðamikla dagskrá samhliða sýningunni.

Enginn aðgangseyrir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.