17. júní 2017 - 10:00 til 3. september 2017 - 17:00
Gjörningur: Kona í e-moll

Staður viðburðar:
Hafnarhús
Nú er komið að öðrum gjörningi af þremur á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi.
Í miðjum hring úr gylltum strimlum stendur kona í pallíettukjól eins og lifandi stytta á snúningspalli. Hún er með Fender-rafmagnsgítar um öxl tengdan magnara og þegar hún slær á strengina ómar e-moll hljómur um sýningarsalinn. Hljómurinn er er angurvær en um leið ágengur, einkum hér þar sem hann er endurtekinn í sífellu án tilbrigða.
Gjörningurinn fer fram á opnunartíma safnsins, frá morgni til kvölds alla daga.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
GAMMA er aðalstuðningsaðili sýningarinnar.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.