18. nóvember 2021 - 20:00 til 21. nóvember 2021 - 17:00

GJÖRNINGAÞOKU FRESTAÐ

Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir & Jóní Jónsdóttir, Vatn og blóð, 2019.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í ljósi tilkynningu stjórnvalda í dag verður GJÖRNINGAÞOKU FRESTAÐ til ársins 2022. Hátíðin mun þess í stað fara fram dagana 3.-6. febrúar samhliða Vetrarhátíð 2022. Nánari upplýsingar um dagskrá GJÖRNINGAÞOKU má finna á heimasíðu safnsins.  

Á síðustu árum hefur mikið farið fyrir gjörningum, bæði hérlendis sem og í hinum alþjóðlega listheimi, og má segja að listformið hafi fært sig frá því að vera listmiðill sem standi á jaðrinum yfir í miðju hins viðurkennda listkerfis samtímans. Listasafn Reykjavíkur fagnar þessu blómaskeiði gjörningalistarinnar og verður Hafnarhúsið undirlagt af gjörningum, uppákomum og umræðum um listformið á GJÖRNINGAÞOKU í sem fer fram dagana 3.-.6. febrúar 2022.

Á hátíðinni fá gestir að kynnast gjörningalistinni í sinni fjölbreyttustu mynd. Dagskráin samtvinnar flutning gjörninga eftir unga listamenn sem eru að prófa sig áfram með formið og listamenn sem hafa mótað sinn sérstaka stíl, aðferðir og viðfangsefni yfir síðustu áratugi. Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir frumflytur gjörninginn Vitni á opnunarkvöldi hátíðarinnar. Verkið tengist nýju sinfóníu- og vídeóverki sem frumflutt verður með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2023. Á Gjörningaþoku gefst áhorfendum tækifæri til að skyggnast inn í hluta verksins þar sem hráleiki og berskjöldun leika lausum hala, með seiglu, formfestu og gleði að leiðarljósi.

Listamennirnir Egill Sæbjörnsson, fjöllistahópurinn The Post Performance Blues Band, Ilmur Stefánsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Margrét Bjarnadóttir, Sigurður Ámundason og Örn Alexander Ámundason flytja lifandi gjörninga yfir hátíðina og Leikhús listamann tekur þátt í samtali um fjölbreytt gjörningaverk hópsins. Einnig fara fram vídeósýningar á völdum gjörningum listamanna á borð við Ragnar Kjartansson, Ástu Fanney Sigurðardóttur Curver Thoroddsen, Gjörningaklúbbinn og Rakel McMahon, Bergþóru Snæbjörns-dóttur & Dögg Mósesdóttur.  

Samhliða hátíðinni fer einnig fram viðamikil ráðstefna sem ber yfirskriftina Þokuslæðingur þar sem sjónum er einkum beint að eðli listformsins og faglegu hlutverki liststofnanna þegar kemur að gjörningalist. Framsögumenn koma úr röðum myndlistarmanna, fræðimanna og sérfræðinga á sviði varðveislu og skráningu, m.a.  frá Listaháskóla Íslands og Nýlistasafninu. Ráðstefnan er haldin er í samstarfi við Rannsóknarsetur í safnafræðum við Háskóla Íslands. Skráning mun fara fram á heimasíðu safnsins, www.listasafnreykjavikur.is

Listamenn: Ásrún Magnúsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Curver Thoroddsen, Egill Sæbjörnsson, Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir & Jóní Jónsdóttir, Ilmur Stefánsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Leikhús listamanna, Margrét Bjarnadóttir, Ragnar Kjartansson, Rakel McMahon, Bergþóra Snæbjörnsdóttir & Dögg Mósesdóttir, Sigurður Ámundason, The Post Performance Blues Band og Örn Alexander Ámundason.