26. janúar 2023 - 20:00

Gideonson og Londré: Gjörningurinn Arch

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Listamannadúóið Gideonsson/Londré sýnir gjörninginn Arch í Hafnarhúsi á sýningunni  Иorður og niður 

Arch er hreyfing sem nær alla leið frá Portland til Reykjavíkur og Umeå.

Gjörningurinn byggir á sameignlegri reynslu fólks sem deilir upplifun sinni um atburði sem hafa mótað líkama þeirra.

Reynsla íslenska hópsins er hér túlkuð í tengslum við skúlptúrana á sýningunni, sem notaðir eru sem verkfæri til að mynda nýjan líkama sem mótast er af sameiginlegri fortíð.

Flytjendur verksins eru Axel Diego, Eyrún Ævarsdóttir og Harpa Lind Ingadóttir.

Einnig verður Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri með leiðsögn um sýninguna Иorður og niður: Samtímalist á norðurslóðum kl. 20.00.