14. október 2017 - 14:00

Garður: Leiðsögn listamanns

Anna Rún Tryggvadóttir
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Leiðsögn um sýninguna með listakonunni Önnu Rún Tryggvadóttur og Eddu Halldórsdóttur sýningarstjóra.

Anna Rún Tryggvadóttir er 31. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar en markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Á árinu 2017 eru áætlaðar fjórar sýningar í sýningaröðinni.

Anna Rún (1980) lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og Concordia-háskólann í Montréal í Kanada. Meðal nýlegra sýningarverkefna hennar má nefna einkasýningu í Hverfisgallerí (Kvikefni, 2016), samsýningu í Hafnarborg (Ummerki vatns, 2016) og þátttöku í Disko Arts Festival á Grænlandi nú í ágúst næstkomandi (2.-6. ágúst 2017). Anna Rún starfar einnig sem leikmynda- og búningahönnuður innan leikhúsa víða um heim.

Vatn og ólíkar birtingarmyndir þess er efni sem Anna Rún tekur sér oft fyrir hendur og gjarnan leiðir hún drjúpandi vatn um sýningarrýmið. Einnig birtist í verkum hennar samruni vatns við önnur lífræn efni svo umbreytingarferlið verður áhorfendum ljóst og verkin því síbreytileg í ósjálfráðri atburðarás.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.