7. febrúar 2020 - 18:00 til 22:00

Gæðastund fyrir fjölskylduna

Fjölskyldustund
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Fjölskyldufebrúar heilsar gestum á Ásmundarsafni í febrúarmánuði, þar sem hægt verður að koma við og eiga gæðastund með fjölskyldunni í fræðandi og skemmtilegri þátttökusýningu.

Langar þig að búa til veður með Veðurspámanninum, raða upp nafninu þínu í höfðaletri og ráða leyniletrið á sveinsstykki Ásmundar, byggja þitt eigið Ásmundarhús á stöpli eða bara hafa það huggulegt og setjast með fjölskyldunni á grjónapúða og hlusta á þjóðsögur eða stuttar skemmtilegar sögum um Ásmund og verkin hans?

Á safnanótt verður leiðbeinandi á svæðinu sem veitir aðstoð og innsýn í verkefnin á skemmtilegan hátt.

Verð viðburðar kr: 
0