30. ágúst 2015 - 15:00

Fyrirlestur um Anni Albers: Nicholas Fox Weber

Nicholas Fox Weber
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Nicholas Fox Weber, framkvæmdastjóri Josef og Anni Albers stofnunarinnar, heldur fyrirlesturinn Anni Albers: A Glorious Pioneer í tengslum við sýninguna Veflistaverk Júlíönnu Sveinsdóttur og Anni Albers: Lóðrétt/lárétt sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Sýningunni lýkur sama dag.

Á sýningunni eru veflistaverk Júlíönu sýnd ásamt verkum þýska Bauhaus vefarans og myndlistarmannsins Anni Albers (1899–1994) sem var einn áhrifamesti veflistamaður síðustu aldar. 

Fyrirlesturinn hefst kl. 15 og fer fram á ensku. Aðgangseyrir er kr. 1.400; ókeypis fyrir Menningarkortshafa, eldri borgara (70 ára og eldri) og 18 ára og yngri.

Nicholas Fox Weber er listfræðingur og hefur skrifað fjölda texta um verk Josef og Anni Albers og stýrt viðamiklum sýningum á verkum þeirra. Weber stundaði nám í háskólum Columbia og Yale og er höfundur fjórtán bóka, m.a. Patron Saints, The Art of Babar, The Drawings of Josef Albers og The Clarks of Coop.

Vefsíða Josef og Anni Albers stofnunarinnar: 
www.albersfoundation.org

 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.