1. desember 2018 - 10:15 til 12:00

Fullveldisdagurinn: Leiðsögn á hjóli um sögu fullveldisins

Fullveldisdagurinn: Leiðsögn á hjóli um sögu fullveldisins. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.
Staður viðburðar: 
Hlemmur

Hvaða sögur segja styttur bæjarins okkur? Hjólafærni og Listasafn Reykjavíkur taka höndum saman og bjóða upp á hjólatúr með leiðsögn. Hjólað verður á milli listaverka og minnisvarða sem tengjast sögu fullveldisins með ýmsum hætti. Staldrað verður við og sagt frá því sem fyrir augu ber. Hver var fyrsta styttan í bænum? Hvaða karlar standa fyrir framan Stjórnarráðið? Hvað eiga Vatnsberinn og Járnsmiðurinn sameiginlegt?

Hjólafærni miðar að því að efla hjólreiðamenningu með fræðslu, skemmtun og hagsmunabaráttu fyrir hjólreiðafólk. Listasafn Reykjavíkur annast vel á annað hundrað útilistaverk Reykjavíkurborgar auk starfseminnar í Hafnarhúsi, Ámundarsafni og á Kjarvalsstöðum.  

Hjólatúrinn hefst við Hlemm og lýkur á Kjarvalsstöðum, þar sem ilmandi kaffihúsið bíður eftir ferðalöngum. Athugið að mæta í klæðnaði og á hjólum sem hæfa veðri og færð þann daginn! Þátttaka er öllum ókeypis.

Nánari upplýsingar veita Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi: hjolafaerni@hjolafaerni.is og Aldís Snorradóttir, verkefnisstjóri viðburða hjá Listsasafni Reykjavíkur: Aldis.Snorradottir@reykjavik.is

Verð viðburðar kr: 
0