9. október 2019 - 17:45 til 21:00

Friðarsúlan tendruð í Viðey

Staður viðburðar: 
Viðey

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 13. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi John Lennon miðvikudaginn 9. október klukkan 20.00.

Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur hans. Boðið er upp á fríar ferjusiglingar og strætóferðir fyrir og eftir tendrunina.

Viðeyjarstofa verður opin þar sem hægt verður að fá léttar veitingar fyrir og eftir tendrun.

Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og fleiri halda úti dagskrá sem hefst kl. 17.45 og stendur til 21.00.

Dagskrá
17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um Richard Serra
18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur
18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um Richard Serra
19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur

Önnur dagskrá
19.00 Salóme Katrín flytur tónlist sína í Viðeyjarnausti
19.45 Hamrahlíðakórinn kemur fram við Friðarsúluna
19.58 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs flytur ávarp
20.00 Friðarsúlan tendruð undir laginu Imagine með John Lennon
20.30 Teitur Magnússon leikur fyrir gesti í Viðeyjarnausti

Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Siglt verður frá Skarfabakka frá kl. 17.30 til 19.30.

Fríar strætóferðir verða frá Hlemmi að Skarfabakka. Fyrsti vagn fer frá Hlemmi kl.17.15 og ekið verður til kl. 19.00.

Fyrsta ferja eftir tendrun Friðarsúlunnar siglir frá Viðey kl. 20.30. Hægt verður að taka strætó frá Skarfabakka að Hlemmi frá kl. 20.40 og þar til lokið verður að flytja gesti úr Viðey.

Verð viðburðar kr: 
0