18. febrúar 2022 - 20:00 til 19. febrúar 2022 - 10:00

Friðarsúlan tendruð

Friðarsúlan, ljósmynd Sigfús Már Pétursson.
Staður viðburðar: 
Viðey

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð eftir sólarlag, föstudaginn 18. febrúar um kl. 20.00 í tilefni af afmælisdegi japönsku listakonunnar Yoko Ono (f. 1933), en hún fagnar 89 ára afmæli sínu á árinu. Friðarsúlan mun lýsa upp myrkrið þar til birtir á laugardag. 

Friðarsúl­an er útil­ista­verk eft­ir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu eiginmanns hennar, Bítilsins Johns Lennons. Lista­verkið er tákn fyr­ir bar­áttu hjónanna fyr­ir heims­friði. Friðarsúl­an tek­ur á sig form óska­brunns en á hana eru graf­in orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungu­mál­um en enska heitið er vís­un í lagið „Imag­ine“ eft­ir John Lennon. Ljósgeisli friðarsúlunnar lýsir upp myrkan himininn og ber með sér óskir um frið á jörð.

Friðarsúlan er samstarfsverkefni Yoko Ono og Reykjavíkurborgar og er listaverkið í umsjá Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns sem hefur umsjón með Viðey.