10. nóvember 2016 - 20:00

Friðarfundur: SGI mannúðar- og friðarsamtök búddista

Friðarfundur: SGI mannúðar- og friðarsamtök búddista
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Næstkomandi fimmtudagskvöld hefjast vikulegir Friðarfundir í Listasafni Reykjavíkur, en þeir verða haldnir í sex skipti. Þeir tengjast sýningadagskrá haustsins í Hafnarhúsi þar sem listamenn fjalla um frið, stíð og afleiðingar þess. Á Friðarfundum kynna ólík samtök áherslur sínar í friðar- og mannúðarmálum og er fyrsta kvöldið tileinkað SGI á Íslandi. Eyrún Ósk Jónsdóttir mun fjalla um friðarheimspeki SGI friðar og mannúðarsamtaka búddista. Hún mun ræða um hugmyndina um helgi lífsins í kenningum búddismans, um að friður hefst á jákvæðri umbreytingu í hjarta einstaklingsins og að leiðin að þessu marki eru einlægar samræður. Í kjölfar erindisins munu fundarstjórar stýra umræðum um frið.

Soka Gakkai International (SGI) eru samtök búddista með rúmlega 12 milljónir meðlima í 192 löndum og svæðum um allan heim. Forseti samtakanna, Daisaku Ikeda, leggur á hverju ári fram friðartillögur til Sameinuðu þjóðanna og hefur hlotið friðarverðlaun samtakanna. Megin áherslan í starfsemi SGI felst í að efla frið, menningu og menntun.

Friðarfundir eru haldnir á fimmtudögum kl 20 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þeir fara fram á íslensku og eru öllum opnir endurgjaldslaust.

Dagskrá Friðarfunda:
Fimmtudagur 10. nóv. kl. 20:00 – SGI mannúðar og friðarsamtök búddista
Fimmtudagur 17. nóv. kl. 20:00 – Rauði krossinn
Fimmtudagur 24. nóv. kl. 20:00 – Samtök hernaðarandstæðinga
Fimmtudagur 1. des. kl. 20:00 – Amnesty International
Fimmtudagur 8. des. kl. 20:00 – Félagið Ísland-Palestína
Fimmtudagur 15. des. kl. 20:00 – HÖFÐI Friðarsetur

 

 

Verð viðburðar kr: 
0
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.