27. mars 2021 - 16:00

Forseti Íslands í beinu streymi kl. 16.00

Kjarval
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir
Á Facebook

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp í beinu streymi frá Kjarvalsstöðum kl. 16.00 í dag. Streymið fer fram á Facebook-síðu safnsins. Í dag verður opnuð almenningi í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum stórsýningin Eilíf endurkoma þar sem völdum verkum eftir meistara Kjarval er í fyrsta skipti teflt fram með verkum margra okkar sterkustu núlifandi listamanna. Þar á meðal verka er málverkið Frá Þingvöllum eftir Kjarval frá árinu 1942. Verkið er í eigu embættis forseta Íslands. Embættið lánaði verkið á sýninguna og kunnum við því bestu þakkir fyrir, sem og öðrum lánendum verka.