15. febrúar 2020 - 11:00

Fjölskylduleiðsögn

Fjölskylduleiðsögn. Ljósmynd: Ingibjörg Hannesdóttir.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Skemmtileg fjölskylduleiðsögn með leikjaívafi um sýningarnar Sæborg, Sol Lewitt og Chromo Sapiens í Hafnarhúsi.

Nauðsynlegt er að skrá fjölskylduna um leið og keyptur er aðgangur á safnið. Handhafar Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur fá frítt á alla viðburði safnsins. Fyrir fullorðna gildir aðgöngumiði á safnið, en það er ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Gert er ráð fyrir að börn komi í fylgd fullorðinna og fjölskyldan skemmti sér saman og hjálpist að.

Athugið einnig að takmarkaður fjöldi kemst að í fjölskylduleiðsögnina að þessu sinni.

LEIKUM AÐ LIST er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. Við LEIKUM AÐ LIST reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni.

Skráðu þig á póstlista Listasafns Reykjavíkur og fáðu upplýsingar um skemmtilega fjölskylduviðburði og aðrar uppákomur á vegum safnsins. Handhafar Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur fá frítt á alla viðburði safnsins.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.