29. maí 2019 - 20:00

Finnbogi Pétursson: Rið

Sýningaropnun: Finnbogi Pétursson
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Á einkasýningu sinni í A-sal Listasafns Reykjavíkur – Hafnahúsi sýnir listamaðurinn Finnbogi Pétursson nýtt verk sem er sérstaklega sniðið að sýningarrýminu. Á fjögurra áratuga ferli hefur Finnbogi unnið með skynjun og lagt áherslu á mörk sjónar og heyrnar. Hann hefur þróað ótal leiðir til þess að gera hljóðbylgjur sýnilegar, dregið fram tíðni efnis og rýmis og unnið með eðlisfræði umhverfisins. Á sýningunni í Hafnarhúsi eru hljóðbylgjur leiddar í stóra laug og gárur vatnsins endurkastast á veggi salarins í alltumlykjandi innsetningu. 

Finnbogi Pétursson (1959) fagnar sextíu ára afmæli í lok ársins en hann tók þátt í sinni fyrstu sýningunni árið 1980 í galleríi Sudurgötu 7. Hann lærði myndlist á árunum 1979-1983 við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og 1983 - 1985 við Jan Van Eyck Akademíuna, Hollandi. Finnbogi starfar með BERG Contemporary, Reykjavík og Gallery Taik Persons, Berlín.