26. maí 2022 - 20:30

Fimmtudagurinn langi – Leiðsögn sýningarstjóra: verandi vera

Fimmtudagurinn langi: Leiðsögn sýningarstjóra
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Leiðsögn sýningastjóra á útskriftarsýningu BA nemenda í myndlist, hönnun og arkitektúr. Sýningin í ár er undir yfirskriftinni verandi vera og er í sýningastjórn Söru Jónsdóttur og Maríu Kristínar Jónsdóttur (hönnun & arkitektúr) og Hildigunnar Birgisdóttur (myndlist). Safnið er opið frá kl. 10-22.00.

Hlökk Þrastardóttir flytur gjörninginn Tvær útgönguleiðir kl. 20.00 og nemendur verða með varning til sölu sem tengjast útskriftarverkum sínum.

Samsýningin verandi vera gefur okkur aðgang að hugarheimi þeirra sem dvalið hafa í Listaháskólanum síðustu þrjú ár, að rækta sín hugðarefni við krefjandi aðstæður. Berskjölduð horfast þau í augu við sig sjálf, umhverfi sitt og samfélag. Ávextirnir eru eftir því áríðandi. Þeir opna okkur nýja sýn og skilning á tilveru okkar, tilgangi og stefnu inn í óskrifaða en skilyrta framtíð. Hér ríkir mikil mildi.

Sýningin stendur til sunnudagsins 29. maí og er aðgangur ókeypis á meðan sýningunni stendur.

Listasafn Reykjavíkur hefur í tæplega 20 ár hýst útskriftarsýningu nemenda á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Verð viðburðar kr: 
0