30. september 2021 - 20:00

Fimmtudagurinn langi – Leiðsögn sýningarstjóra: Iðavöllur

Leiðsögn sýningarstjóra: Iðavöllur
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er Fimmtudagurinn langi! 

Aldís Snorradóttir, ein af þremur sýningarstjórum, segir frá sýningunni Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld í Hafnarhúsi.

Þátttaka ókeypis, en skráning nauðsynleg HÉR.

Horft er til nærumhverfisins í starfi Listasafns Reykjavíkur á árinu 2021 með áherslu á að sýna þá grósku sem einkennir íslenska myndlistarsenu. Hafnarhúsið allt er vettvangur kraftmikillar sýningar á nýjum verkum ungra listamanna sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar um leið og draga má ályktanir um stærra samhengi innlendrar sem alþjóðlegrar samtímalistar. Nokkuð er liðið síðan staðan var tekin á þeim hræringum sem eru í deiglunni meðal þeirra listamanna sem eru í mestum vexti og blóma á sínum ferli og endurspegla viðfangsefni og nálgun samtímans.

Sýningarstjórar: Aldís Snorradóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf Kristín Sigurðardóttir

Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar um portið – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).

Leiðsögnin er hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Fimmtudeginum langa og er ókeypis.​