25. nóvember 2021 - 20:00

Fimmtudagurinn langi – Leiðsögn listamanns: Tilraun til faðmlags nr. 31

Leiðsögn listamanns: Tilraun til faðmlags nr. 31. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Claire Paugam myndlistarmaður segir frá sýningunni Tilraun til faðmlags nr. 31 í D-sal Hafnarhúss. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Leiðsögnin er hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Fimmtudeginum langa og er ókeypis. Skráning HÉR

Claire Paugam er þverfaglegur listamaður, fædd árið 1991 í Frakklandi en býr og starfar í Reykjavík. Claire einbeitir sér fyrst og fremst að eigin list, en að auki vinnur hún að samstarfsverkefnum með listamanninum Raphaël Alexandre, þar sem þau búa til innsetningar og sviðsmyndir. Hún er móttakandi Hvatningaverðlauna Íslensku myndlistaverðlaunanna árið 2020 og stjórnarmaður í Nýlistasafninu.

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.