24. júní 2021 - 17:00 til 22:00

Fimmtudagurinn langi

Fimmtudagurinn langi
Staður viðburðar: 
Hafnarhús
Kjarvalsstaðir

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er fimmtudagurinn langi! 

Dagskrá Listasafns Reykjavíkur

Hafnarhús 
Sýning: Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld

Hafnarhúsið allt er vettvangur kraftmikillar sýningar á nýjum verkum ungra listamanna sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar um leið og draga má ályktanir um stærra samhengi innlendrar sem alþjóðlegrar samtímalistar. Nokkuð er liðið síðan staðan var tekin á þeim hræringum sem eru í deiglunni meðal þeirra listamanna sem eru í mestum vexti og blóma á sínum ferli og endurspegla viðfangsefni og nálgun samtímans.

Ókeypis aðgangur frá kl. 17-22.00 – allir velkomnir!

Kl. 20.00: Leiðsögn sýningarstjóra:  Markús Þór Andrésson.
Þátttaka ókeypis, en skráning nauðsynleg HÉR.
FACEBOOK

Kjarvalsstaðir 
Sýning: Eilíf endurkoma

Ókeypis aðgangur frá kl. 17-22.00 – allir velkomnir!

Kl. 20:00. Leiðsögn um Klambratún.

Edda Halldórsdóttir, Verkefnastjóri skráninga hjá Listasafni Reykjavíkur, og Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi, leiða gesti um listaverk og umhverfi Klambratúns. Leiðsögnin hefst við verk Sigurjóns Ólafssonar Minnismerki um Nínu Tryggvadóttur fyrir framan Kjarvalsstaði.

Þátttaka ókeypis, en skráning nauðsynleg HÉR.

FACEBOOK

Klambrar Bistro opið til kl. 22.00

Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni! 

Viðburðirnir í Hafnarhúsi og á Klambratúni eru hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur á löngum fimmtudegi og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Verð viðburðar kr: 
0