27. júlí 2023 - 17:00 til 22:00

Fimmtudagurinn langi

Fimmtudagurinn langi
Staður viðburðar: 
Hafnarhús
Kjarvalsstaðir

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er Fimmtudagurinn langi! Opið frá kl. 10-22.00 í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum.

Hafnarhúsið

Í Hafnarhúsi eru sýningarnar Kviksjá: Íslensk myndlist á 21.öld, Erró: Skörp skæri og D48 Dýrfinna Benita Basalan : Langavitleysan – Chronic Pain en kl. 20.00 munu Dýrfinna og Aldís Snorradóttir sýningarstjóri vera með leiðsögn um sýninguna.

Kjarvalsstaðir

Á Kjarvalsstöðum fer sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 20.öld senn að ljúka og því fer hver að verða síðastur að heimsækja þessa glæsilegu sýningu sem sýnir margar af perlum íslenskrar myndlistar fá 20. öldinni. 

Skemmtilegur ratleikur er í boði um sýninguna fyrir alla aldurshópa! 

Klambrar Bistro er opið og spáin lofar góðu svo það er tilvalið að njóta blíðunnar við Klambratúnið með mat og drykk.


Öll velkomin!

Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.