Fimmtudagurinn Langi

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er Fimmtudagurinn langi!
Dagskrá Listasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 30. mars 2023
HAFNARHÚS
Sýningar
Kviksjá: Alþjóðleg safneign
Erró: Skörp skæri
D47 Logi Leó Gunnarsson: Allt til þessa höfum við ekki skilið það dularmál sem berst frá þessum hljóðgjöfum
Kl. 20.00
Leiðsögn Sýningarstjóra – Kviksjá: Alþjóðleg safneign
Becky Forsythe sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Kviksjá: Alþjóðleg safneign á fimmtudaginn langa kl. 20.00. Á ensku.
Á sýningunni gefst sjaldgæft tækifæri til að fá innsýn í þann hluta safneignar Listasafns Reykjavíkur sem tileinkaður er alþjóðlegri myndlist.
Í gegnum tíðina hafa safninu borist gjafir frá listamönnum og velunnurum um víða veröld og eins hafa verk verið keypt í safneignina. Þá eru nokkur verk eftir heimskunna listamenn í almannarými borgarinnar og þar með í eigu og umsjón safnsins. Hér má nefna verk eftir þekkta listamenn eins og Barbara Westman, Dale Chiluly, Ian Hamilton Finley, Roni Horn, Patrick Huse, Karin Sander, Bernd Koberling, Lawrence Weiner, Carolee Schneemann, Jean Jacques Lebel, Alicja Kwade, Yoko Ono and Kazumi Nakamura.
Kviksjá er sýningaröð á verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Kl 17.00 – 22.00
Bókamessa
Reykjavík Art Book Fair verður opin í Portinu Hafnarhúsi fimmtudaginn langa milli 17-22
Líkt og á sambærilegum viðburðum víðsvegar um heiminn koma innlend og erlend forlög, útgefendur og listamenn saman á Reykjavík Art Book Fair og selja eigin verk og útgáfur milliliðalaust.
Reykjavík Art Book Fair verður auk þess opin föstudag til sunnudag frá 12-17
Ókeypis er inn á bókamessuna.
KJARVALSSTAÐIR
Sýningin Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld veitir innsýn í íslenska myndlist á 20. öld í gegnum þann hluta menningarafsins sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur.
Safnið er í eigu Reykjavíkurborgar og þar með allra borgarbúa. Nú gefst möguleiki á að kynna sér hver þessi sameign okkar er.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Klambrar Bistro opið til kl. 22.00
Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni!