26. janúar 2023 - 17:00 til 22:00

Fimmtudagurinn langi

Fimmtudagurinn langi
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er Fimmtudagurinn langi! Opið frá kl. 10-22.00 í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum.

Dagskrá:

Hafnarhús

20.00 – Leiðsögn sýningarstjóra

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Иorður og niður: Samtímalist á norðurslóðum í Hafnarhúsi, fimmtudaginn 26. janúar kl. 20.00.

Иorður og niður er myndlistarsýning sem unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð og Listasafns Reykjavíkur á Íslandi. Þar sýna 30 listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga. 

20.00 – Gjörningur

Listamannadúóið Gideonsson/Londré sýnir gjörninginn Arch í Hafnarhúsi á sýningunni  Иorður og niður 

Arch er hreyfing sem nær alla leið frá Portland til Reykjavíkur og Umeå. Gjörningurinn byggir á sameignlegri reynslu fólks sem deilir upplifun sinni um atburði sem hafa mótað líkama þeirra. Reynsla íslenska hópsins er hér túlkuð í tengslum við skúlptúrana á sýningunni, sem notaðir eru sem verkfæri til að mynda nýjan líkama sem mótast er af sameiginlegri fortíð. Flytjendur verksins eru Axel Diego, Eyrún Ævarsdóttir og Harpa Lind Ingadóttir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.