29. september 2022 - 17:00 til 22:00

Fimmtudagurinn langi

Fimmtudagurinn langi
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er Fimmtudagurinn langi! Opið frá kl. 10-22.00 í Hafnarhúsi.

Hádegisleiðsögn verður um sýninguna fimmtudag 29. september kl. 12.15.
 
Sýningarlok á Erró: Sprengikraftur mynda í Hafnarhúsi.  Síðasti séns til að sjá umfangsmestu sýningu listamannsins sem sett hefur verið upp hér á landi. 

Sýningin Sprengikraftur mynda endurspeglar glæsilegan feril Errós og byggir að mestu á listaverkagjöf listamannsins til Reykjavíkurborgar. Þegar sýningunni lýkur í Hafnarhúsi fer hún á ferð um Evrópu og verður opnuð í ARos safninu í Árósum í apríl 2023.

Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.