1. maí 2019 - 17:00

Erró: Heimsferð Maós

Erró: New Jersey, 1979.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýningin Heimsferð Maós verður opnuð á verkalýðsdaginn, fyrsta maí. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnar sýninguna.  Listamaðurinn Erró verður viðstaddur opnunina í Hafnarhúsinu og mun afhenda Guðmunduverðlaunin, styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur.

Erró stofnaði Guðmunduverðlaunin og sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Markmið sjóðsins er að styrkja listakonur og er framlag veitt til eflingar listsköpunar þeirra. Viðurkenning úr sjóðnum er ein sú hæsta sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi.