19. júní 2023 - 9:00 til 23. júní 2023 - 12:00

Erró er engum líkur

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Erró er engum líkur er sumarnámskeið haldið í Hafnarhúsi í tengslum við Erró sýninguna sem nú er uppi. Námskeiðið er klippimynda- og málunarnámskeið þar sem þátttakendur vinna málverk í anda Erró upp úr klippimyndum. Það er ætlað fyrir 9 – 11 ára börn og er bæði unnið inni í sýningunni og í fjölnotarými safnsins.

Námskeiðið er hálfan daginn vikuna 19. – 23. júní kl. 9 – 12 og gert er ráð fyrir að börnin komi með nesti með sér.

Kennari er Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður.

Örn er með MFA gráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Malmö frá 2011. Verk Arnar geta tekið á sig alls konar myndir, til dæmis í formi skúlptúra, málverka og gjörninga. Verk hans hafa verið sýnd í Nýlistasafninu, Listasafni Íslands, i8 gallerí og Suðsuðvestur en einnig í Lunds Kunsthall, Galleri F15 í Noregi, Potsdam Kunstverien í Berlín og Armory Show í New York. Síðustu 10 ár hefur hann ásamt því að starfa sem myndlistarmaður, verið stundakennari við Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Kuvataideakatemia í Helsinki. Hann hefur unnið í fræðsludeildum Listasafns Reykjavíkur og í Gerðarsafni. Örn rekur listamannarekna rýmið Open í Reykjavík ásamt þremur öðrum myndlistarmönnum.

Athugið að takmarkaður fjöldi er á námskeiðið. Greiðsla þarf að hafa borist viku fyrir byrjunardag til að halda plássi.

Skráning fer fram á sumar.vala.is

Verð viðburðar kr: 
21 500