27. nóvember 2022 - 13:00 til 14:00
27. nóvember 2022 - 14:00 til 15:00
27. nóvember 2022 - 17:30 til 19:00

ErkiTíð 2022: Spin-On Festival

Þorkell Sigurbjörnsson
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Tónlist, vísindi og tækni mætast á íslenskri tölvu- og raftónlistarhátíð

ErkiTíð 2022 verður haldin daganan25.-27. nóvember í Reykjavík. Á hátíðinni verða flutt og frumflutt á þriðja tug tónverka frá ýmsum tímabilum íslenskrar raftónlistarsögu.

Tónlistarhátíðin ErkiTíð er vettvangur fyrir sköpun og tjáningu í tónlist með nýrri tækni og opnar sýn inn í framtíðina, með sterkri viðspyrnu í verkum frumherja íslenskrar tölvu- og raftónlistar.

ErkiTíð hefur frá upphafi lagt mesta áherslu á íslenska raftónlist og nýsköpun á því sviði. Hún var fyrst haldin árið 1994 af tilefni Lýðveldisafmælis Íslands þar sem fluttar voru allar helstu raf- og tölvutónsmíðar íslenskra tónskálda frá upphafi. Í gegnum tíðina hafa tugir nýrra íslenskra tónverka verið samin og frumflutt að tilhlutan ErkiTíðar. 

Einn af frumkvöðlum raftónlistar á Íslandi er Þorkell Sigurbjörnsson og verður tónlist hans og ævistarf í forgrunni á hátíðinni.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Kjartan Ólafsson.

Dagskrá í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi:

27. nóvember

Kl. 13.00-14.00  Kammertónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson

Intrada – fyrir píanó, víóla og selló
Kaflar úr strengjakvartettum

Flytjendur eru  Tinna Þorsteinsdóttir píanó, Strengjakvartettinn Siggi, og Una Sveinbjarnardóttir, fiðla

Kl.14.00-15.00 Vinningsverk í samkeppni ErkiTíðar og RÚV

Á ErkiTíð 2022 er efnt til samkeppni fyrir ung tónskáld í samvinnu við Tónskáldasjóð RÚV og STEFs, þar sem efniviður tónverka þeirra er tengdur verkum þessa frumkvöðuls raftónlistar á Íslandi. ErkiTíð 202er haldin í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, ITM - Íslenska tónverkamiðstöð, Skólakór Kársness, Íslensku óperuna,  CAPUT og RÚV - með stuðningi frá Tónskáldasjóði Stefs og RÚV.

3. Verðlaun (frumflutningur)

2. Verðlaun  (frumflutningur)

1. Verðlaun/Price  (frumflutningur)

Kl. 17.30 – 19.00 Kammertónleikar

Kjartan Ólafsson: #9 byltingarkennd píanóverk fyrir Tinnu (2022) (frumflutningur). Tónverk samið í rauntíma með aðstoð gervigreindar (CALMUS)

Flytjandi: Tinna Þorsteinsdóttir, píanó.

Ríkharður H. Friðriksson: Spherical Flow (2022) (frumflutningur). “Live” frumflutningur fyrir rafgítar og rafhljóð

Flytjandi: Ríkharður H. Friðriksson, rafgítar.

Hjálmar H. Ragnarsson: Nocturne fyrir sópran, flautu og fjölrása tónband  (frumflutningur). Rafhlutinn er saminn 1977 í Institute for Sonlogy í Utrecht í Hollandi en hljóðfæra/rödd hlutinn er saminn 2022.

Flytjendur: Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, Áshildur Haraldsdóttir, flauta.

ErkiTíð 2022 er styrkt af Tónlistarsjóði menningar- og viskiptamálaráðuneytisins og menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur.