16. febrúar 2020 - 13:00 til 16:00

Er verkið skakkt? Upphengi og varðveisla listaverka

Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Listaverk prýða flest heimili og margar stofnanir og fyrirtæki á Íslandi. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja fræðast og öðlast færni í ýmsum grunnatriðum er varða upphengi, umhirðu og varðveislu listaverka. 

Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna, stýrir námskeiðinu og fær til sín gesti með sérfræðiþekkingu sem verða með erindi og sýnikennslu. Kristín Gísladóttir forvörður. Erik Hirt sérfræðingur safneignar og Ásdís Þórhallsdóttir sérfræðingur sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur.

  • Farið yfir grunnatriði varðandi uppsetningu, staðsetningar, lýsingu og fleira.
  • Tæknimaður frá safninu sýnir dæmi um mismunandi upphengi, aðferðir og útfærslur t.a.m möguleika í innrömmun, val á gleri o.s.frv.
  • Forvörður segir frá sinni vinnu og gefur ábendingar og góð ráð.
  • Skoðunarferð í listaverkageymslu safnsins.
  • Innlit á sýningu í uppsetningu.
     

Námskeiðsgjald er 5000 kr. Greiða þarf námskeiðsgjald áður en námskeiðið hefst til að staðfesta þátttöku.

Námskeiðið er niðurgreitt af flestum stéttarfélögum. Námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar fá afslátt ásamt handhöfum Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.