22. ágúst 2019 - 20:00

Emma Heiðarsdóttir: Jaðar

Ljósmynd: Emma Heiðarsdóttir Forsýning 2019
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Emma Heiðarsdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína í D-sal Jaðar.

Á sýningu Emmu Heiðarsdóttur setur hún fram vangaveltur um stund og stað myndlistar. Hvar og hvenær hefst listupplifun, hve lengi varir hún og hvert ferðast hún með áhorfendum?

Listaverkið leikur venju samkvæmt lykilhlutverk í öllu þessu ferli sem og sýningarstaðurinn – listasafnið. Emma snýr upp á þessa þætti og fær sýningargesti til að staldra við og íhuga reynslu sína. 

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.