12. september 2018 - 12:30
19. september 2018 - 12:30
26. september 2018 - 12:30

Einskismannsland: Hádegisleiðsögn

Einskismannsland: Hádegisleiðsögn
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Sérfræðingar Listasafns Reykjavíkur leiða gesti um sögulegan hluta sýningarinnar Einskismannsland - Ríkir þar fegurðin ein? alla miðvikudaga frá 6. júní til 26. september. Þar er að finna málverk eftir 15 valinkunna listamenn af víðernum landsins auk ljósmynda, skissa og kvikmynda frá hálendinu.

Á sýningunni er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur